![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, mars 16, 2003 Home Sweet Home!!
Loksins, LOKSINS er ég komin heim! Eftir mikið basl og vesen þá er ég komin heim! Ég var að vinna á 22 í nótt, kvöldið byrjaði mjög vel og bara mjög skemmtilegur mórall í loftinu, enginn með stæla og ekkert vesen, við glasabörnin vorum óvenju fljót að ganga frá og allt virtist bara ganga mjög vel. Við vorum búin að ganga frá öllu klukkan 06:45 sem er bara ágætis tími miðað við það að það lokar klukkan 06:00. Jæja þannig að allt starfsfólkið ákvað að setjast aðeins niður og spjalla, fá sér kók og slappa af...gott mál. Við vorum búin að sitja þarna og spjalla í c.a. klukkutíma þegar ég var orðin ansi þreytt og vildi fá að komast heim...en fólkið hélt áfram að spjalla, og ekki gat ég sagt neitt við því. Svo var ég farin að taka eftir því hvað ég var orðin þreytt því að ég einhvern veginn datt alltaf út úr samræðunum og fór að "dagdreyma" um rúmið mitt, ég hrekk við og ákveð að reyna fylgjast með um hvað þau eru að tala um, en skildi ekki upp né niður hvert fólkið var að fara...var það svona drukkið? Þau töluðu og töluðu um Frankenstein (eða það ég hélt) og um hvað hann væri ríkur og væri búin að sitja inni í 9 ár, og ég hugsaði: "Hvað er eiginlega í gangi hérna??", svo þegar ég fór að hlusta betur þá voru þau að tala um Franklin Steiner!, reyndar hafði ég ekki heyrt þetta nafn verið nefnt áður en það meikaði aðeins meira sens heldur en Frankenstein. Ég fór að hugsa aftur um hlýja rúmið mitt og spurði hvort það væri ekki komin tími til að við færum að fara heim (ég átti nefnilega að fá far hjá vinnufélaga mínum), jú, jú við setjumst inn í bílinn og leggjum af stað, við erum varla búin að keyra í 30. sek. þegar Löggan stoppar okkur...flott, frábært, æðislegt!! hugsa ég. Bílstjórinn fer inn í löggubílinn og er þar í einhverja stund, á meðan ákveður Birgir vinnufélagi minn að setja e-ð skemmtilegt á fóninn meðan við bíðum, "okei" hugsa ég, hann er alla vega ekki með neinar áhyggjur þannig að þetta hlýtur allt að vera í fínu lagi...eða...."EKKI SEGJA ALDREI, EKKI ÚTILOKA NEITT".........OOOOOOOJJJJJ hann setti Stjórnina á meðan við vorum að bíða, það gat ekki orðið verra, enda fór ég líka að sjá eyrnatappa í hyllingum!! Nú þegar ég var orðin græn af þreytu og illt í eyrunum af á að hlusta á helvítis vælið í Siggu Beinteins, kemur einn lögreglumaðurinn og rekur okkur út úr bílnum og segir við okkur að bílstjórinn sé próflaus og þau verða að taka hann upp á löggustöð! Ég hélt að ég yrði ekki eldri og ég sem hlustaði á þetta helvítis plebba lag 2 sinnum til einskis (sorry er of þreytt til að muna hvernig þetta er skrifað rétt). Jæja við 3 tökum leigubíl heim, ég frekar pirruð og grumpy en hinir hnátarnir bara eldhressir enda fengu sér 2 bjóra eftir vinnu. Ég bjóst við að ég myndi ekki brosa það sem eftir var að "morgninum" en þegar leigubílstjórinn og hinn vinnufélaginn minn fóru að ræða um hvort að maður þurfi ekki að vera með sterka sál til þess að vera leigubílstjóri...þá sagði leigubílstjórinn (sem var frekar rólegur maður um sextugt) "Jaaá maður þarf nú að vera heldur villtur persónuleiki til þess að höndla þetta"......ha ha ha...ég hef aldrei hlegið eins mikið "villtur persónuleiki", hvað kallar hann nú villt?? Jæja góðir hálsar ég er farin í mitt heittelskaða rúm og mun sofa værum svefni fram á síðdegi á morgun! Góða nótt (morgun)
laugardagur, mars 15, 2003 Ég ætla bara að minna fólk á að skrifa í gestabókina mína....takk....
Þórdís Nadia
föstudagur, mars 14, 2003 Hljómsveit vikunnar!
Héðan í frá hef ég á hverjum föstudegi hljómsveit vikunnar eða tónlistarmaður vikunnar o.s.frv. Hljómsveitin í dag kemur frá Salamanca á Spáni og heitir La tienda de regalos (búð gjafanna), hljómsveitin inniheldur 2 meðlimi sem heita Salvador og José og eru þeir bræður. Þessir 2 bræður stofnuðu hljómsveitina febrúar árið 2001 og hafa verið að gera ýmsa góða hluti í underground heiminum á Spáni. Nú þar sem allt er á spænsku á vefsíðunni þeirra þá ætti nú samt ekki að vera erfitt fyrir ykkur að skilja "música", klikkið bara á það til að heyra lögin með þeim...ekki láta ykkur koma á óvart hvernig coverið á nýja albúminu þeirra lítur út...en sumir vilja meina að það minni mann nú svolítið á Sigurrós...verði ykkur að góðu :)
Bjórkvöld
Var að koma heima af þessu blessaða bjórkvöldi, það var svo sem ekki mikið varið í það en samt sem áður ekki hræðilegt. Ég skemmti mér konunglega að horfa á fólkið dansa, gaman að horfa á þessa látbragðsleikara...þið hafið örugglega séð þá einhvern tímann...já ég er að tala um stelpurnar sem dansa við ósýnilega súlu og toga G-strenginn upp að herðablöðum. Svo voru einhverjir Danir þarna að skemmta sér, ég botnaði nú bara ekkert í þeim...talaði e-ð lítið við einn þeirra og gafst upp vegna þess að ég skildi varla hvað hann var að segja plús það frussaði hann svo mikið "say it don´t spray it!!!" og hann lyktaði af hráum lauk og súrri gúrku eins og flestir Danir eiga til með lykta af! Ég hitti líka þvílíkt mikið af fólki sem ég hef ekki séð í langan tíma...eins og t.d. Djamm-Tvíburana sem ég kýs að kalla þær því að í fyrsta lagi man ég aldrei hvað þær heita og í öðru lagi hitti ég þær alltaf á djamminu og man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann séð þær edrú! Samt fínar stelpur! Já svo sá ég Jón Ágúst eða umboðsmann Igores, ekki það að ég þekki hann mikið sá hann bara seinast úti á Benidorm og átti einhverjar yfirborðslegar samræður við hann. Svo virtist sem að það væri bara Funk Flamez reunion þarna...ég og Heiða Millý vorum nátturlega þarna svo var Danni (núverandi meðlimur Igores) hann var þarna og svo Geiri sem var víst "umboðsmaður" okkar á þessum tíma, það vantaði einungis 2 meðlimi annar er staddur úti í Afríku en hinn er...tja ég bara hef ekki hugmynd. Jæja maður ætti kannski bara að fara að koma sér í háttinn, vona bara að mig fari ekki að dreyma að ég sé á Diablo að hlusta á Scooter. Góða nótt öll sömul
fimmtudagur, mars 13, 2003 Ég var bara að muna rétt í þessu hvað mig dreymdi í nótt...spurning hvort að þetta hafi verið martröð? Mig dreymdi að ég hafi verið að djamma á Astro og ég hafi verið að rífast við Súsönnu því hún kláraði glossinn minn! Ég er ekkert að botna í þessum draum, kannski hef ég óvart kveikt á útvarpsklukkunni minni í nótt og stillt á FM 957 og hafi verið heilaþvegin út frá því. Ég veit ekki, annars finn ég ekki fyrir mikilli löngun að fara að versla í 17 eða kaupa nýja diskinn með Avril Lavigne, en kannski tekur þetta smátíma að virka og innan nokkurra vikna munu þið sjá mig hanga með Heiðari Austmann og orðin Séð Heyrt stúlka næsta mánaðar!
En nú lýsi ég eftir einhverjum til að fara með mér í 20:00 bíó í kvöld að sjá nýju myndina með Adam Sandler Punch Drunk Love, það verður víst ekkert úr þessari Lord Of The Rings bíóferð víst en það verður þá bara að hafa það. Ég minni einu sinni en á það að ég fæ frítt á myndina fyrir 2...þannig að ekki missa af góðu tækifæri til að fá frítt í bíó!!! P.S. ég held að þetta sé farið líta svolítið illa út ef ég er alltaf að auglýsa eftir fólki til að koma með mér í bíó á netinu, en ef enginn býður sig fram þá hef ég nátturlega alltaf IRCið til að fara á og leita eftir einhverju skemmtilegu fólki...ask??....
Því miður þá verð ég bara að lýsa óánægju minni yfir þessari helvítis síðu sem við nemendur FB eigum víst að fara á til þess að geta skoðað mætingu okkar og meðal annars aðra hluti. Þetta er bara ein af fáranlegustu síðum sem ég hef farið inn á, það er eins og manni sé bara ætlast til að fara þarna inn á til þess að sjá hvernig húsvörður FB og annað starfsfólk lítur út! Ekki misskilja mig en þetta fólk er mjög myndarlegt, en það er ekki ástæðan sem ég fór inn á síðuna til að byrja með. Fyrirgefið þið Droplaugarstelpur ég ætlaði nú ekki að vera með neina neikvæðni, en oft verður maður bara að vera raunsær og vera neikvæður, ég veit ekki um neitt raunsætt OG jákvætt á sama tíma...til dæmis myndin af bangsanum á síðunni ykkar er voða sætur en í rauninni fannst mér hann líka vera dálítið sjúskaður svona eins og það væri búið að henda honum til og frá þið skiljið.
En jæja ég ætla að fara koma mér í Smáralindina og fá aftur rifnu peysuna mína sem ég keypti í Vero Moda. Þórdís Nadia
Héðan í frá auglýsi ég eftir manneskju til að fara með mér á Lord of The Rings fyrir helgi því Smárabíó mun hætta að sýna hana um helgina...ef einhver hefur áhuga endilega hafið samband. Kannski ætti ég að minnast á það í leiðinni að ég fæ frítt á myndina!! Já og hún verður sýnd klukkan 16:00 þannig að þið verðið að vera fljót að taka ákvörðun, ég verð sárlega móðguð ef enginn býður sig fram!!
miðvikudagur, mars 12, 2003 Sæl! Það hafa orðið smá mistök hérna...ef þið eruð að velta því fyrir ykkur afhverju ég valdi pullia sem heitið á blogginu, þá var það nefnilega þannig að ég var ekki viss hvað ég ætti að hafa sem nafn, því það var nánast allt frátekið, svo að ég ákvað bara að hafa pullia sem ég hélt að í gær þýddi stelpa á Latínu en svo uppgötvaði ég í dag að puella er heitið fyrir stúlku á Latínu ekki pullia...þetta eru mannleg mistök og ekki finnst mér það skrítið að ég skuli hafa ruglað þessu saman, nefnilega aðalpersónan í Via Latina bókinni heitir Tullia og hún er puella þannig þið skiljið kannksi mætavel afhverju ég ruglaði þessu saman. En afhverju breytti ég þá ekki blogginu í puella? Ég reyndi en það nafn var frátekið...úff þetta tók ansi langan tíma til að útskýra en ég vona að þið skiljið þetta....
þriðjudagur, mars 11, 2003 Jæja nýr bloggari mættur á svæðið og það er engin önnur en Þórdís Nadia! Skrítið ekki satt? Ekki hefði ég trúað því upp á sjálfa mig að byrja að blogga, en maður verður víst að fylgja tískubylgjunni auk þess hef ég ekkert betra með tímann minn að gera en að byrja að skrifa svolítið...ég skal lofa því að ég mun ekki valda ykkur vonbrigðum og ég ætla að reyna með bestu getu að halda frumleikanum sem hæst. Jæja svo nú er bara að sjá hvernig þetta kemur út.
|