![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, desember 07, 2003 Wonderland
Fór í bíó áðan með mömmu á myndina Wonderland. Myndin fjallar um klámmyndastjörnuna John Holmes og hvernig lífið hans fór í vaskinn eftir að kvikmyndaferillinn hans fór að dvína. Þetta var nú bara ágætis mynd, en kannski ekki rétta myndin til að fara með mömmu sinni á. Gerði ekki neitt um helgina, á föstudaginn vakti ég alla nóttina og fór ekki að sofa fyrir en 10 um laugardagsmorgunin, þá hringdi Elva frænka í mig og við skelltum okkur í bíó á myndina Duplex með Ben Stiller og Drew Barrymore. Þessi mynd var týpísk Meet The Parents mynd en svoleiðis myndir fara frekar illa í mig, þar sem mér finnst heldur óþægilegt að horfa á pirrandi manneskjur að eyðileggja líf annarra. En svo um laugardagskvöldið kíkti Súsanna í heimsókn til mín og við reyndum að gera aðra myndaseríu þar sem þemað var útúrdópaðar fyrirsætur, en sú myndasería tókst ekki eins vel og náði bara engann veginn að vera eins fyndin og rússnesku hóru þemað. Annars hef ég nú ekki fengið neinar rosa viðtökur við myndunum hérna á blogginu...skiptir svo sem engu þar sem mér og Súsönnu fannst þetta fyrst og fremst fyndið. Jæja nú styttis í það að ég og Sús höldum út til Frakklands og einnig styttist í það að Selurinn sé á leiðinni út til Þýskalands, en annars langar mig ekkert að tala um það...því ég á eftir að sakna hennar svo óskaplega mikið. Ég og Súsanna höfum ákveðið að gista eina nótt í Paris áður en við förum til systir minnar í Nantes, ég er farin að hlakka dálítið til.... En jæja ég er farin að æla öllu þessu ógeðslega nammi sem ég át í bíó... Nadia
laugardagur, desember 06, 2003 Jæja núna eru rússnesku hórumyndirnar myndirnar komnar inn...ekki láta ykkur bregða...
![]() Kíkið á þessa síðu til að sjá fleiri myndir
fimmtudagur, desember 04, 2003 Í gærnótt gat ég engann veginn sofnað eins og þið kannski sjáið á flestum kommentakerfum landsins. En á endanum ákvað ég að leggjast upp í rúm og fara að sofa. Einhvern veginn enda ég alltaf að hugsa um einhverjar misheppnaðar setningar sem ég hef sagt við fólk og skammast mín enn þann dag í dag fyrir það. Mig langaði að deila þessu með ykkur og kannski mun mér líða betur eftir á.
Hlutir sem ég sé eftir að hafa sagt við: Orville: Ég hef stundað það að fara í Afró á nokkra ára fresti til hans Orvilles. Hann er einnig ágætis vinur hennar mömmu þannig í hvert skipti sem ég hitti hann spjallar hann dálítið við mig eða bara heilsar upp á mig. Fyrir þá sem ekki vitið þá á Orville Exodus búðina á Hverfisgötunni. Sumarið eftir 9. bekk voru ég og Elva frænka mín í Afró-dans tímum hjá Orville. Einn góðan veðurdag kíkti ég inn í Exodus, Orville var að vinna og heilsaði ég upp á hann, hann spyr mig hvar Elva frænka mín sé (tek það fram að hún er jafngömul mér) og ég svara á ótrúlega asnalegan hátt "Úúú you like her don´t you?". Orville leit bara á mig með hneykslunarsvip og hélt sennilega að það væri e-ð að mér andlega, en málið var að þetta kom ótrúlega vitlaust út mér. Ég var í rauninni að meina að hann hlyti að líka svona vel við Elvu víst hann væri að spurja um hana, en einhvern veginn kom það út sem að ég væri ótrúlega afbrýðissöm manneskja og væri að gefa í skyn að hann væri hrifinn af Elvu. Ég vona enn þann dag í dag að hann sé löngu búinn að gleyma því sem að ég sagði. Tobbu: Þegar ég var einhvern tíman blindfull á bjórkvöldi á L.A. Café og hitti Tobbu, tek það fram að ég tala mjög sjaldan við hana og enn sjaldnar í dag vegna þess sem ég sagði á þessu bjórkvöldi. Samtalið fór einhvern veginn svona.... Ég: Hæ Tobba, hérna hvar er Gunnar?? Tobba: Gunnar? Ég veit það ekki, örugglega heima hjá sér....nú afhverju? Ég: Æji ég ætlaði að biðja hann um að kenna mér á gítar... Tobba: Jááá, veistu ég held að hann hafi bara ekki tíma út af því að hann er í ræðuliðinu og svona, það er svo mikið að gera hjá honum skilirðu... Ég: Já ég skil, þetta var bara svona pæling... Tobba: Já en kannski getur mágur minn hjálpað þér hann er geðveikt góður að spila á gítar... Ég: Já kúl Hversu glataður getur maður verið spyr ég? Ég vildi óska þess að ég hefði ekki munað eftir þessu samtali en ég gerði það. Gunnar: Ég og Gunnar erum saman í uppeldisfræði, hann spurði mig afhverju ég hafði ekki mætt í svo langan tíma...svona fór samtalið: Ég: Já ég er búin að vera veik, fékk sko vottorð upp á 3 mánuði Gunnar: Hvernig veik, hvað fékkstu bara brjálaða sýkingu í augað eða e-ð? Ég: Nei, í hitt augað. Hvað var ég að hugsa þarna, ég bara hef ekki hugmynd, en mér fannst þetta ótrúlega asnalegt. Guðjón: Guðjón kom í bíó þegar ég var að vinna: Guðjón: Hæ Ég: Ha? Þetta eru svona helstu dæmin um hversu misheppnuð ég er og ég þurfi að lifa með það á hverjum degi að hafa sagt þetta við greyið fólkið. Þetta eru nátturlega bara 4 dæmi af milljón hlutum sem ég hef sagt. Verði ykkur að góðu Nadia
mánudagur, desember 01, 2003 Kerti og spil
Ég sit nú inni í eldhúsi með mömmu og Ester frænku að ræða jólagjafir. Ég vildi koma því örugglega á framfæri að ég vil engar jólagjafir, þar sem ég er að fara út um jólin, en einhvern veginn hefur Ester frænka mín þá galdraaðferð að lokka e-ð upp úr mér. Ég kíkti áðan á bloggið hjá rapparanum DNA, bjóst meira við því að hann myndi vera að ræða um hvað Igore væri leiðinleg hljómsveit en svo virðist ekki, fín bloggsíða hjá drengnum endilega kíkið á hana við tækifæri. Helgin var ansi skemmtileg hjá mér, á föstudaginn tókum ég og Súsanna upp á því að klæða okkur eins og fávitar og löbbuðu heiman frá mér niður á Ungfrú Reykjavík og svo aftur til baka. Svo á laugardeginum fór ég að vinna og fór síðan heim til Súsönnu, þar settum við á okkur rauðan varalit og tókum af okkur myndir þar sem við litum mjög svo fyrir að vera eins og rússneskar hórur, mjög skemmtilegt. Súsanna ætlar að setja inn hórumyndirnar við næsta tækifæri inn á tölvuna. Handakrikahárasöfnunin mín gengur bara ansi vel, ég mældi seinast í gær að ég væri komin með 3cm langa brodda, ætli það sé ekki nýtt met? Svo held að ég verði bráðum að fara kaupa mér svitalyktareyði ég byrjuð að lykta eins og pepperoni án gríns. Svo er ég svo loðin á löppunum að bráðum veður hægt að flokka mig undir loðdýr. Kannski myndi ég bara geta grætt á því að vera svona loðin og hringja í Eggert Feldskera og selja honum loðfeld minn sem er örugglega mikils virði þar sem þetta er mannaloðfeldur. Ég er farin! Nadia
|