![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, maí 30, 2004 Barnaefni...
Ég er búin að vera hlæja mig máttlausa í allan morgun. Þannig er mál með vexti að ég kom heim um sjö-leytið, var ekkert þreytt þannig ég fékk mér að borða og kveikti á sjónvarpinu. Góðir hlutir fóru að gerast um níu-leytið, þá fór skemmtilegar teiknimyndir að byrja. Ég get svarið fyrir það hvað þetta er súrt og steikt, en það er rosalega gaman að horfa á þetta. T.d. áðan var teiknimyndaþáttur sem kallast Shi Chan. Shi Chan er aðalpersónan í þættinum, 5 ára gutti sem er alltaf að múna. Teiknimyndaþátturinn er frekar í svona lélégri kantinum, þar sem teikni-gæðin eru ömurleg. Þetta er greinilega einhver svona cheap dæmi frá Japan eða e-ð. Alla vega, þátturinn áðan fjallaði um að hann fór í skíðaferðalag með fjöskyldunni sinni. Hann gat ekki beðið eftir að hitta "the ski-babes" eins og hann orðaði það, og pabbinn tók vel undir það. Mamman var nú samt ekki sátt hvernig þeir töluðu. Svo er ákveðið að Shi Chan fari í skíðakennslu, hann fer í byrjendahópinn þar sem hann kann ekkert að skíða. En hann lendir hóp þar sem þau eru einungis tvö, og hin manneskjan í hópnum er engin annar en leikskólakennarinn hans, en hann þekkir hana ekki af því að hún er með sólgleraugu og gengur undir dulnefni. Hún þykist vera Hollywood-stjarna, en í rauninni er hún "desperate kindergaarden teacher" eins og það var orðað í þáttunum. Hún verður yfir sig hrifin af skíðakennaranum, en Shi Chan tekst alltaf að eyðileggja möguleika hennar til þess að reyna við hann. T.d. í eitt skiptið þegar þau voru að hita upp þá segir skíðakennarinn að þau verði að kunna að hita sig upp og kæla sig niður, svo byrja þau að teygja á og svoleiðis, en allt í einu er Shi Chan komin úr buxunum og stendur berrassaður, þá var hann víst að kæla sig niður. Leikskólakennarinn heldur áfram á meðan að dagdreyma um að hún skíði óvart á kennarann og brjóstin hennar þrýstast upp við hann þegar hún fellur í faðm hans, og hann segir "hey you are a total babe", en í rauninni er hún frekar ljót. Annað sem var skemmtilegt í þessum þætti var hvernig Shi Chan talaði, hann sagði alltaf við mömmu sína "Sweetah Mamasita", og það ætla ég að nota á mömmu mína. Svo rétt í þessu var verið að sýna teiknimyndaþátt með Mr. Bean, finnst það frekar skrítið. Ég efast um að krakkar í dag viti hver hann er, en hann er þó alltaf jafn seinheppinn. Samt var þetta frekar lélégur þáttur, en þeir ná að teikna hann næstum því alveg eins og hann var í gömlu þáttunum. Jæja, kommentið endilega, það er mjög leiðinlegt þegar fólk er ekki búið að kommenta. Ætli að einhver hafi nennt að lesa þessa færslu? Nadia
Aloha...
Oj rétt í þessu var ég að koma auga á stærðarinnar hrossaflugu inn í stofu. Þær eru meinlausar en ógeðslegar. Jæja, nú er ég bara ein heima. Frekar leiðinlegt. Ég er sígarettulaus. Það er ekki gaman. Eru einhverjar búðir opnar í dag? En vá hvað það er hlýtt úti, ég labbaði bara áðan úti á peysunni, og mér var eiginlega bara heitt á leiðinni. Mig langaði að blogga því ég fékk einhverjar hugmyndir um hvað ég gæti bloggað, en svo virðist vera að það hafi allt dottið úr hausnum á mér. Mig langar til þess að kíkja út á lífið í kvöld, þar sem föstudagurinn var heldur rólegur hjá mér og gærkvöldið einnig. Þannig ef einhver býður sig fram, þá er ég til. Já... Nadia
laugardagur, maí 29, 2004 ![]() You're an Etch-a-Sketch!! You're the creative, artsy type who doesn't need to actually utilize a single muscle group in order to have fun. Doesn't matter though, you're still cool. What childhood toy from the 80s are you? brought to you by Quizilla
föstudagur, maí 28, 2004 Hæ Stína Stuð! Halló Kalló Bimbó...
Ja hérna, bara komin helgi. Og það þriggja daga helgi! Jei, vá hvað ég er ótrúlega sátt við það að vinna þarna í bæjarvinnunni. Þetta er svo fínt, við sitjum á rassgatinu allan daginn og tölum út í eitt. Ef við erum ekki að tala saman meðan við erum á reyta arfa þá förum við í alls konar orðaleiki. Sem er gaman og fræðandi. Ég held að ég sé bara komin í andlegt jafnvægi við það að vinna þarna, er í svo góðum tengslum við nátturuna fattiði. Svo er bara spurning hvað á að gera í kvöld, allir að vinna eða e-ð. Nenni samt ekki að hanga heima, en kannski er komin tími til þess að slaka á drykkjunni. Svo er ég að fara í útflutningspartý á morgun, en synd að bærinn skuli loka klukkan 3, þá er ekkert gaman. Ekki nema að einhver sé að halda eftir-partý. Mútta bara á leiðinni til Osló á sunnudaginn. Ykkur öllum er boðið í partý til mín þá! Hahaha, nei ég segi svona, mamma ég veit að þú lest þetta. Ég lofa ég skal ekki halda partý. En jæja, kannski tími til að fara í sturtu... Ja bitte... Nadia
miðvikudagur, maí 26, 2004 Ótrúleg heppni!
Ég er búin að vera að svekkja mig í allan dag við að hlusta á fólk í vinnunni hjá mér vera að tala um að það ætli á Pixies tónleika. Bæði í dag og í gær. Frekar pirrandi. En ég ákvað samt að skemmta mér á minn eigin hátt og halda heim á leið úr vinnunni á MSN, yes my only friend. Þegar ég var búin að vera spjalla þar í ca. 1 tíma hringir Heba í mig og tilkynnir mér það að hún eigi aukamiða á Pixies. Ég sem sit ennþá drullu skítug eftir vinnuna við tölvuna, fer í kerfi og veit ekki hvar ég á að byrja. Maggi minn var svo góður að skutla mér heim til Hebu, og ég var svo leiðinleg að tala um hvað ég væri heppin alla leiðina. Við skellum okkur á tónleikana, þeir byrja svaka vel og var ég í góðum fílíng. Eftir ca. hálftíma verður ólíft þarna inni vegna hita og súrefnisleysis. Ég, Heba og Arnbjörg stóðum næstum því fremst við sviðið og með gott útsýni og pláss. En við ákveðum að fara út í smástund að fá okkur ferskt loft því okkur var svo heitt. Þegar við komum tilbaka þá er nátturlega búið að taka stæðið sem við vorum í. Þannig að við fórum aftast, þar sem var svo mikið af fólki að maður sá ekki neitt (á þessari stundu öfundaði ég og hataði hávaxið fólk). Svo fór fólk að troðast og troðast og enn og aftur troðast. Það var orðið svo heitt þarna inni að svitin lak af mér. Allt í allt voru þetta góðir tónleikar, en rólegir að velja ömurlegan stað til þess að halda þá. Það hefði alla vega mátt vera loftræsting þarna inni. Yes and by the way, where is my mind? Nadia
Ég var að uppgötva dálítið merkilegt. Kannski ekki merkilegt. En það virðist sem að þegar strákar fara með húfur eða hatta á djammið, þá er eins og stelpur hafa einhvern ótrúlega áhuga að máta húfurnar eða hattana þeirra. Sérstaklega fullar stelpur. Hafið þið ekki séð þetta? Þær rífa af þeim derhúfurnar og setja þær á hausinn og fara svo að dilla sér á dansgólfinu.
Ég held að þetta sé gott ráð fyrir þá sem er að leita sér af "höstli" á djamminu. Nadia
þriðjudagur, maí 25, 2004 Bla...
Bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla, bla bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla... Nadia
|