![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, júlí 04, 2004 Rock on!
Vá! Í gær fór ég í skemmtilegasta tvítugs-afmæli sem ég hef nokkurn tíman komið í! Helga Katrín fyrrverandi vinnufélagi og S-Afríkufari hélt upp á afmælið sitt á ellefunni ásamt Kötlu vinkonu sinni. Systir Kötlu er bassaleikarinn í hljómsveitinni Mammút, og fékk sú hljómsveit einmitt að spila í afmælinu. Ég hélt að ég myndi falla í yfirlið mér fannst þetta svo flott. Ég fíla Mammút! Eftir að Mammút voru búin að spila, ákváðu Helga og Katla að taka lagið. En þær kölluðu sig Viðurstyggð. Katla var á gítar og söng meðan Helga spilaði á trommur. Ótrúlega flott og minntu þær mig einna helst á White Stripes, þegar þær tóku lagið "Mér er mál". Svo voru þær klappaðar upp aftur til þess að spila Gullfiskalagið. Restin af kvöldinu dönsuðum við við alls konar gamla slagara. Þær voru nefnilega með sína sér DJ-a. Og einhvern meðan ég var að dansa, byrjaði ég að tala við einhvern amerískan homma. Jú núna man ég, ég gaf honum bjórinn minn því ég var orðin allt of full. Mjög skemmtilegur gaur, og bað hann mig að fara með sig og vini hans og sýna þeim aðra staði. Þeir voru að leita af stað sem spilaði Hip Hop eða Drum´n Bass, þannig ég sagði þeim að það væri annað hvort Prikið eða Kapital. Þeir ákváðu að fara Prikið þar sem þeir fengu gefins miða sem á stóð einn frír bjór á barinn. Eftir að við vorum búin að hanga í smá tíma þarna, uppgötvar einn gaurinn að það var búið stela jakkanum hans. Frekar ljótur og túristalegur. Eftir það ákváðu þeir að fara heim, og stóð ég bara eftir ein og blindfull. Ég lét það ekkert stoppa mig, reyndi að fara inn á nokkra staði til að gá hvort að ég þekkti einhvern, en allt gekk fyrir ekki. Þannig ég labbaði bara heim, hringdi í Magga og sagði honum að koma. Svo man ég ekki meir. Vaknaði í morgun í öllum fötunum og sá að það var Missed Call frá Magga. Þá hafði hann komið hingað og beðið fyrir utan í 20 mínútur því að ég svaraði ekki. Greyið keyrði bara heim aftur. Ég er rosaleg! Mammút rúlar! Nadia
laugardagur, júlí 03, 2004 Aha...
Orðið "kammó", ég veit hvað það þýðir, en ég hef aldrei vitað af hvaða orði þessi stytting kemur. Er einhver sem veit það?
miðvikudagur, júní 30, 2004 Volæði...
Mér hefur alltaf fundist það heldur skrítið þegar fólk elst upp á einum stað, og ákveður svo að búa þar það sem eftir er ævinnar án þess að hafa prufað að búa einhvers staðar annars staðar. Kynntist einmitt þannig fólki úti í BNA, bjó í borginni (eða réttara sagt úthverfi) sem ég bjó í Cupertino, frekar leiðinlegur staður þar sem ekki var mikið um að vera eða hægt að gera. Þau höfðu varla farið út fyrir Californiu fylkið, og voru þetta hjón á fimmtugsaldri. Ég held að þegar fólk heldur sig alltaf á sama staðnum að það byggir upp visst öryggi fyrir þau, þá þurfa þau ekki að hafa áhyggjur um að finna sér nýja vinnu, kynnast nýju fólki og aðlaga sig að öðrum aðstæðum sem þau hafa verið vön. En þá finnst mér heldur skrítið þegar ég horfi á Nágranna. Þar sér maður fólk sem eiga bara vini sem búa í sömu götu og þau, hanga á sama kaffihúsinu, djamma á sama pöbbnum og fara öll til sama heimilislæknisins. Ekta dæmi um fólk sem þorir ekki að hella sér út í lífið, lifa bara fyrir öryggi. Nema það að það er ekki mikið öryggi í Ramsey Street. Alla vega ef að þú flytur þangað þá eru mjög miklar líkur á því að þú deyjir í bílslysi, tekur þátt í framhjáhaldi, missir minnið, að systir þín steli af þér verðandi eiginmanninum þínum o.s.frv. En þá dettur mér í hug að hvað framhjáhöld eru ótrúlega áberandi í litlum smábæjum og oft mikil drama og slúður sem fylgir því að búa á svoleiðis stað. Þannig að kannski er það bara spennandi að búa í litlum smábæ alla ævi og ekki prufa neitt annað. Smábæjar fólk eru þá kannski bara spennufíklar eftir allt saman. Tilgangslaus pæling í boði Nadiu
|