![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, ágúst 22, 2004 "Ég vissi vel að þú kæmir"...
Haha, djöfull er fyndið þetta nýja myndband með Skítamóral. Yesmine Olsen bara e-ð dilla sér þarna með þeim í Bylgjulestinni. Afhverju finnst manni svo óþægilegt að einhverjum líki ekki vel við mann þótt að manni sjálfum líki ekkert svo vel við þessa manneskju? Ég hef samt aldrei séð einhvern tilgang í því að sýna fólki að mér líki ekki vel við það mér finnst það í rauninni bara dónalegt. En kannski er það betra þannig, þá hættir maður að vera svona yfirborðslegur. Yfiborðsmennska (er það orð?) er samt bara hluti af því að vera kurteis sem skiptir nátturlega einhverju máli í mannlegum samskiptum. En á endanum þá veit maður aldrei hvar maður hefur fólk. Eða jú í rauninni veit maður það alveg, maður sér alveg í gegnum suma. En já alla vega ég veit ekki með ykkur en mér sjálfri finnst óþægilegt þegar einhverjum líkar ekki vel við mig. Ég held að flestum líki vel við mig, kannski af því ég reyna að aðlaga mig að fólki, held að flestir gera það á einhvern þátt. Æji hvað er ég að rugla, who gives a fuck?!?! Mig langar að fara til Ástralíu, Kína, Tælands, Japans (Tokyo), Rússlands, Mexíkó, Costa Ricu, Brasilíu, Kúbu, Túnisar, Marakkó, Egyptalands, Alsír og Finnlands. Nadia
laugardagur, ágúst 21, 2004 Úúuuuvíííh!
Ja hérna hérna þá! Fór á Lou Reed áðan, stórkostlegir tónleikar. Það er svo gaman að hlusta á textana hans, þeir eru svo sniðugir. Hann hafði í einnig í för með sér stórkostlega hljómlistarmenn sem áttu alveg sinn þátt í því að tónleikarnir voru svona góðir. Þar má meðal annars nefna selló-leikara sem heitir Jane Scarpantoni, hún tók alveg þvílíkt sóló og annað eins hef ég bara aldrei séð áður. Ég bara gjörsamlega missti andlitið þegar hún trylltist þarna á sellóinu. Gjöööðveikt! Svo var kallinn bara klappaður tvisvar upp og tók hann þá slagarana "Perfect day" og "Walk on the wild side", sem nátturlega var mjög flott. Bassaleikarinn var ótrúlegur á kontrabassanum auk þess söng hann bakraddir, hvort sem það átti að vera kvenkyns eða karlmanns bakrödd, náði hann t.d. "dududududu-inu" mjög vel, hehe. En já vegna þess að fólkið sem ég fór með á tónleikana gat ekki mætt á skikkanlegum tíma varð það til þess að við þurftum að sitja í tröppunum allan tíman. Það var nú ekkert svo hræðilegt, bara pirrandi þegar fólk er að labba upp og niður stigann. Þegar ég var búin að sitja þarna í smástund fór ég að taka eftir því að það var ansi mikið umstang í kringum eina stúkuna þarna, alltaf verið að koma með kampavín og hvítvín og ég veit ekki hvað. Hélt í fyrstu að þetta var e-ð sem tengdist Skonrokk-stúkunni. Á endanum var ég orðin svo pirruð því það voru endalaust einhverjir þjónar að labba þarna upp og e-ð að troðast á bak við mig. Þegar ég var búin að venjast myrkrinu leit ég við, sat þá enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson fyrir aftan mig (ekki í tröppunum samt) ásamt Dorrit og dóttur sinni. Fannst frekar fyndið að hann væri þarna, hann bað meðal annars Magga um að drepa í sígarettunni sinni því að hann vildi ekki að það væri verið að reykja nálægt honum. Dorrit var í góðu glensi og sá ég hana taka nokkur dansspor þegar hún kom af klósettinu. Eftir tónleikana kíkti ég aðeins á Kaffibarinn og Prikið en fór síðan bara heim. Og hér sit ég. Nadia
fimmtudagur, ágúst 19, 2004 Damm damm damm damm damm...
Jæja, núna verð ég að fara að rífa mig upp úr letinni og slórinu því ég er að fara að byrja aftur í skólanum á mánudaginn. Ég er svona frekar stressuð, því ég er að fara að taka dágóðan slatta af einingum þessa og næstu önn til þess að klára þetta helvíti fo´helvede! Djöfull fannst mér samt asnalegt að ég þurfti að suða í áfangastjóranum til þess að fá að taka fleiri einingar, það er ekki eins og ég hafi e-ð gaman af því. En ég fékk þó mitt fram. En helgin á samt eftir að byrja skemmtilega, ég fer nefnilega á Lou Reed á morgun. Það verður fínt vona ég, hef verið að horfa á heimildarþætti með honum og hann er bara nokkuð svalur gæi. Ég er að horfa á "Úti að grilla með Kára og Villa" djöfull er þetta illa steiktur þáttur, bara nett grillaður mar.... Oh ég hef ekkert að segja, þar til næst.... Adios
|