![]() Þokkadísin Ég heiti Þórdís Nadia og þetta er bloggsíðan mín. Ég er 20 ára Reykjavíkurmær og stunda ég nám við FB. Ég er mjög áhugaverð manneskja, mjög mikilvæg og bara frábær. Ég er æði... 10 nýjustu færslurnar
Bloggarar Anna StellaEinar Elva Litla Geimveira Heba, Erla og Margó Katla Þórunn Myndir Eldra 03/09/2003 - 03/16/2003 |
sunnudagur, febrúar 13, 2005 Veikindin yfirstaðin...
Jæja lesendur góðir ég ætla að gleðja ykkur með því að tala ennþá meira um veikindin mín, en eins og ég hef tekið eftir hafið þið haft afskaplega mikinn áhuga á því. Seinasta fimmtudag var ég lögð inn á Landspítalann því það kom í ljós eftir allt saman að ég var komin með sýkingu í nýrun. Var ég hlömmuð þar inn með 40, 5 stiga hita og dælt í mig sýklalyfjum í æð. Ég þurfti að vera þarna í 2 nætur, en leið það sem 3 ár þar sem þessi dvöl var afskaplega leiðinleg og kvalarfull en þó mjög nytsamleg...greinilega. Fyrsta nóttin var hræðileg, þar sem ég þurfti að fasta frá og með eftir miðnætti vegna þess að ég þurfti að fara í ómskoðun um morguninn. Að þurfa að fasta með 40,5 stiga hita er það versta sem ég hef lent í. Ég var svo þyrst að ég var farin að sjá ofsjónir. Það var reyndar verið að dæla í mig vökva í æð, en kjafturinn á mér var svo þurr að eina sem ég hugsaði um var vatn. Ég gat ekkert sofið, svo rogaðist ég á klósettið inn á milli með nál í æð dragandi pokann á hjólum á eftir mér eins og gömul kona. Klósett vatnið var orðið ansi girnilegt á þessum tíma. Eina sem að ég sá fyrir mér þegar ég lokaði augunum var risastórt vatnsglas fyllt með klökum, eða þá risastóra könnu fyllta límónaði og klökum. Ég hugsaði um hvaða drykki ég ætti að fá mér þegar ég mætti drekka, var komin með helvíti góðan kokteil. Sá fyrir mér risastóra könnu, myndi hella sódavatni, smá appelsínu og ananassafa, skornum ferskum jarðaberjum og nátturlega með fullt, fullt af klökum. Þegar klukkan var orðin um 6 um morguninn var ég farin að búa til barnalag um hvað mig langaði mikið í appelsínusvala í stóru glasi með klökum og röri. Ómskoðunin var ekki fyrr en um 11 um morgunin og þegar því var lokið endaði ég með því að kaupa mér ógeðslegt sykurlaust Egils Appelsín, sem var viðbjóður. Það gerðist nú ekki mikið spennandi þarna inn á spítalanum, nema það ég var alltaf hálf döpur og þunglynd því andrúmsloftið inn á deildinn var þannig. Eina skiptið sem mig langaði til þess að öskra úr hlátri var þegar ég sá eina hjúkrunarkonuna þarna í fyrsta skiptið, hún leit alveg eins út og Barbapabbi. Núna er ég komin heim og þarf að taka einhver hnulla-sýklalyf í 10 daga. Stærstu töflur sem ég hef á ævi minni séð og plús það kostuðu þær 10 þús. kall. Djísús, þetta er ekki eðlilegt. Það er dýrt að vera veikur. Ég er farin í sturtu og svo upp í rúm... Takk fyrir að lesa þessa færslu? Nadia
fimmtudagur, febrúar 10, 2005 Hold op...
Jæja hvaða dagur er í dag? Fimmtudagur? Nei fimmti dagurinn sem Þórdís Nadia Óskarsdóttir vaknar með fokking 40 stiga hita!!! Eruð þið að grínast eða? Djöfull er ég orðin þreytt á þessu. Ég lít út eins og krakkhóra, ég anga eins og krakkhóra, ég geng eins og krakkhóra og klæði mig eins og krakkhóra. Ég er virkilega komin með ógeð af sjálfri mér, hvað ætli ég hafi svitnað mörgum lítrum á þessum 5 dögum? Örugglega um þúsund trilljón lítra...oj bara! Fór reyndar upp á slysó í gær, til þess að tjekka hvort að þetta væri bara flensa, því mér fannst eiginlega ekki eðlilegt að vera með 40 stiga hita svona lengi. Fór þangað og var sett í alls konar prufur og látin liggja á börum frammi á gangi í 2 tíma. Kemur það í ljós að ég er ennþá með blöðrubólgu, þeir láta mig á önnur sýklalyf. Þeir segja að þeir ætli að skoða blóðið mitt betur og hringja í mig á morgun til þess að láta mig vita hvort að ég þyrfti að koma í ómskoðun, þeim grunaði nefnilega að þetta væri komið í nýrun. Svo var hringt í mig í morgun og ég þarf að mæta galvösk klukkan 08:30 í ómskoðun og vera búin að fasta frá miðnætti, sem ætti ekki að vera erfitt, en ef ég má ekki taka inn verkjalyf þá er ég nokkuð viss um að ég eigi eftir að drepast úr alls konar verkjum. Ég held samt að þessi veikindi séu að stíga mér til höfuðs, bókstaflega. Á kvöldin fer ég í svo brjálæðislega vont skap því þá líður mér oft miklu verra heldur en á morgnana. Verð pirruð yfir hinu og þessu sem bitnar á mömmu greyinu sem hefur bara verið góð við mig og gert allt fyrir mig síðan ég varð veik. Svo í kringum miðnætti fer ég oftast að væla því þá eru verkjalyfin hætt að virka, mér verður þá svo óstjórnlega kalt því hitinn er að koma aftur að mér líður það illa, þá grenja ég og grenja bæði út af sársauka og stundum út af einhverju öðru líka. Mamma vorkenndi mér svo í gær að hún bauð mér að sofa upp í hjá sér, sem var voða indælt þangað til að hún byrjaði að hrjóta, þá færði ég mig inn í mitt herbergi. Nenni ekki að skrifa meira, ég er hálf dópuð núna af verkjalyfjum... Nadia
þriðjudagur, febrúar 08, 2005 Halló...
Jæja planið fyrir neðan tókst ekki, ég náði að gera allt nema að fara í sturtu, bara vegna þess að síminn minn var alltaf að hringja (vinsæl sko). Ok, ég játa mig seka, ég er búin að svindla á kerfinu í skólanum, er búin að vera þónokkuð oft gerviveik á þessari önn. Og auðvitað ef maður svindlar þá fær maður það allt 7falt í bakið. Ég byrjaði að fá hita laugardagsnóttina þegar ég var í afmælinu hennar Kristínar, um 3 leytið fór ég heim. Ég tók verkjatöflu um nóttina og leið strax betur. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég byrjaði að fá hita aftur, ég prufaði að mæla mig en var alltaf með 37 stiga hita. Ég beið í nokkra klukkutíma í viðbót og mældi mig aftur og þá var ég komin með 39,9 stiga hita og leið hreint út sagt ekki vel. Í gær vaknaði ég um áttaleytið til þess að panta tíma hjá lækni, því ég var ekki viss hvort að hitinn tengdist e-ð blöðrubólgunni. Mér var sagt að ég væri sennilega bara með flensuna. Þá leið mér ömurlega, stundum vaknaði ég svo þyrst að ég byrjaði að nötra, en það var svo erfitt að komast fram úr rúminu því þá varð mér svo flökurt og byrjaði að svima. Ég dældi í mig verkjatöflum og fór ekki fram úr fyrr en um hálf sex leytið. Ég var með hálfgerðu óráði þá, og man ég að ég gat eiginlega ekki fylgst með hvað var í gangi í sjónvarpinu, allt gerðist svo hratt. En hvort ég var með óráði sökum ofáts verkjataflna eða bara út af hita veit ég ekki. Um 7 leytið hringdi ég grenjandi í mömmu í alvarlegu móðursýkiskasti því mér leið svo illa, var ótrúlega svöng en var svo flökurt að ég gat ekki borðað neitt. Mamma vildi fara með mig upp á slysó því hún var hrædd um að þetta tengdist e-ð blöðrubólgunni, en ég meikaði ekki að standa upp frá sófanum. Eftir því sem ég tók oftar verkjatöflur leið mér betur, held að ég hafi ekki verið með hita þegar ég fór að sofa í gær, en vaknaði síðan núna með hita en líður miklu betur heldur en í gær, sem var versti dagur lífs míns. Aahh kannski soldið vælublogg. En ef einhver á leið framhjá húsinu mínu þá má hann endilega stoppa við með Gatorade, Svala og Egils epla Kristal. Mmmmm. Og kannski melónu líka. Vi ses Nadia
|